Margt í boði í safnaðarstarfinu næstu daga. Á morgun er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Súpa í safnaðarheimilinu og kaffisopi. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga klukkan 18.00 með séra Elínborgu Sturludóttur. Á fimmtudaginn er gestur okkar í Opna húsinu Karl Sigurbjörnsson biskup, góðar kaffiveitingar og skemmtilegt samfélag. Messa á sunnudaginn klukkan 11.00, séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Kári Þormar. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2022 kl. 10.14