Kvöldkirkjan í Dómkirkjunni, föstudaginn 18. febrúar klukkan 20.00-22.00. Kvöldkirkjan er óhefðbundin stund að formi og innihaldi. Andrúmsloftið er óformlegt og afslappað. Kirkjan er lýst með kertaljósum og stuttar íhuganir og tónlist er í bland við alltumliggjandi þögn rýmisins. Við bjóðum þér að hugleiða, biðja, kveikja á kertum, skrifa niður hugsanir þínar eða bænir. Eða bara njóta og hvíla í andartakinu. Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnar og Hallgrímskirkju. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 15/2 2022 kl. 13.46