Fimmtudaginn 7. október klukkan 18.00.Íslandsvinurinn og organistinn James D. Hicks hefur fimmtudagstónleikaröð Dómkirkjunnar í Reykjavík þetta haustið með stuttum og snörpum tónleikum með nýjum og nýlegum norrænum verkum fyrir orgel. Meðal annars mun hann frumflytja prelúdíu og fúgu eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, byggða á íslensku þjóðlagi. Einnig flytur hann verk eftir Sigurð Sævarsson, Kjell Mørk Karlsen, Fredrik Sixten og Christian Præstholm. James D. Hicks pantar reglulega og gefur út verk norrænna tónskálda og mjög mörg áhugaverð verk hafa orðið til fyrir hans tilstilli.
Laufey Böðvarsdóttir, 5/10 2021 kl. 15.40