Kæru vinir. Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Gott að gefa sér hlé frá amstri dagsins og hvíla í núinu í helgidómnum. Á miðvikudaginn er örpílagrímaganga kl. 18.00 með séra Elínborgu Sturludóttur. Tíðasöngur með séra Sveini Valgeirssyni klukkan 17.30 á fimmtudaginn.Tíðasöngur á sér fornar rætur í trúariðkun kristni. Það er reglubundin bænagjörð sem byggir á Davíðssálmum og öðrum biblíulegum lofsöngvum og lestrum úr ritningunni, sambæn sem grundvallast í Guðs orði. Í tíðasöng heyrum við eins og nið aldanna, endurróm af bænum og söngvum kynslóðanna í samfylgd þeirra með Guðs orði. Á fimmtudaginn kl. 18.30-19.00 eru orgeltónleikar dómorganistans Kára Þormars. Aðgangur ókeypis. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna!
Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2021 kl. 10.38