Á sunnudaginn klukkan 11.00 er prestsvígsla í Dómkirkjunni. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vígir og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Þau sem eru að vígjast eru: Mag. theol. Margrét Lilja Vilmundardóttir, vígist til þjónustu við Fríkirkjuna í Hafnarfirði Mag. theol. Sigurður Már Hannesson, vígist til þjónustu við Kristilegu skólahreyfinguna. Vegna sóttvarnarreglna þarf að skrá við kirkjudyr nöfn og kt. allra þeirra sem eru fæddir 2006 og síðar.Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 4/3 2021 kl. 16.28