17. maí guðþjónusta kl. 11.00. Sr. Elínborg Sturludóttir þjónar Pétur Nói leikur for-og eftirspil á orgelið og Dómkórinn syngur undir stjórn dómorganistans Kára Þormar. 17. maí klukkan 20.00 er æðruleysismessa þar sem sr. Sveinn Valgeirsson, sr. Díana Ósk Óskarsdóttir og sr. Fritz Már Jörgensson þjóna. Söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir syngur frumsamið lag við undirleik gítarleikarans Kristins Þórs Óskarssonar. Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn og leiðir sálmasönginn. Verið velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 12/5 2020 kl. 10.03