Dómkirkjan

 

Í stað hefðbundinna jólatónleika boðar Hljómeyki til SAMLÆTISSÖNGS Á AÐVENTU í Dómkirkjunni 16. desember kl. 21. Tónleikarnir hefjast á því að Hljómeyki flytur nokkur vel valin jólalög en síðan mun kórinn leiða jólalegan samsöng með tónleikagestum. Sungin verða lög sem flestir kannast við sem einhvern tíma hafa sungið í kór. Við bjóðum alla áhugasama (kór)söngvara sérlega velkomna og vonumst til að þeir syngi okkur til samlætis. Stjórnandi Hljómeykis (og ykkar allra þetta kvöld) er Þorvaldur Örn Davíðsson. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en tónleikarnir eru liður í fjáröflun kórsins fyrir tónleikaferð til Hvíta-Rússlands í apríl 2020.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/12 2019 kl. 8.07

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS