Dómkirkjan

 

Á morgun verður kveikt á þriðja aðventukertinu. Messa klukkan 11.00 þar sem séra Elínborg Sturludóttir prédikar, Douglas leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Síðasti sunnudagaskólinn á þessu ári á kirkjuloftinu á sama tíma. Klukkan 14.00 er norsk messa, séra Þorvaldur Víðisson prédikar. Æðruleysismessa kl. 20.00 séra Elínborg og séra Fritz Már og Kristján Hrannar leikur á flygilinn. Verið velkomin!Aðventukransinn byggist á norður-evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið sem er í Kristi og hringurinn táknar eilífðina. Fyrsta kertið nefnist spádómakertið og minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins er höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehemskertið. Þar er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús fæddist í, og þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Þriðja kertið nefnist hirðakertið en snauðum og ómenntuðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síðan englakertið og minnir okkur á þá sem báru mannheimi fregnirnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/12 2019 kl. 23.40

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS