Messa og barnastarf sunnudaginn 3. nóvember kl.11.00. Messunni verður útvarpað. Kirkjudagur Dómkirkjunnar. 223 ár frá vígslu hennar 1796. Messudagurinn er jafnframt allra heilagra messa. Sr Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur predikar. Sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórnn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista sem jafnframt leikur á orgelið. Einsöngvarar eru Guðbjörg Hilmarsdóttir sópran og Jón Svavar Jósefsson kontratenór; hann mun syngja Agnus Dei úr „Óttusöngvum “ eftir Jón Nordal en Dómkórinn mun flytja óttusöngvana alla þann 24. nóv næstkomandi í Hallgrímskirkju.; auk verka eftir barnabörn Jóns, þá Þorkel Nordal og Hjalta Nordal Gunnarsson Trompetleikur: Jóhann Yngvi Stefánsson og Sveinn Birgisson Lesarar ritningarlestra: Marinó Þorsteinsson og Helga Rut Guðmundsdóttir. Ástbjörn Egilsson meðhjálpari les upphafsbæn. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.
Laufey Böðvarsdóttir, 31/10 2019 kl. 17.17