Bænastundin verður í safnaðarheimlinu í dag. þriðjudag.Góð vika framundan, athugið að bæna-og kyrrðarstund á þriðjudaginn verður kl.12.10 í safnaðarheimilinu. Léttur hádegisverður á eftir. Á þriðjudagskvöldið kl. 20.30 leikur píanóleikarinn Ólafur Elíasson prelúdíur og fúgur úr Das Wohltemperirte Klavíer eftir J.S.Bach. Á miðvikudaginn kl.18.00-19.00 er pílagrímaganga í umsjón séra Elínborgar Sturludóttur. Byrjað með stuttri helgistund í kirkjunni. Opna húsið er kl. 13.00 á fimmtudaginn. Jón Torfason verður gestur okkar. Tíðasöngur í umsjón séra Sveins er á fimmtudaginn 16.45-17.00. Á fimmtudaginn kl.18: Orgeltónnleikar Kára Þormar – Hálftíma tónleikar . Aðgangseyrir kr.1500. Yndisleg sálmastund á föstudaginn kl.17.00 með Guðbjörgu og Kára. Á sunnudaginn er messa og sunnudagaskóli kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar. Hlökkum til að sjá ykkur!
Laufey Böðvarsdóttir, 1/10 2019 kl. 9.57