GLAÐLEGIR SÖNGVAR UM DAUÐANN Þjóðlagahljómsveitin Kólga (www.kolga.band) og Haukur Ingi Jónasson guðfræðingur – í samvinnu við Dómkirkjuna í Reykjavík – bjóða upp á dagskrá á Menningarnótt 2019 undir yfirskriftinni – Glaðlegir söngvar um dauðann. Dagskráin fer fram í Dómkirkjunni laugardaginn 24. ágúst kl. 17. Þar verður blandað saman tónlist af efnisskrá sveitarinnar um þetta viðfangsefni og vangaveltum guðfræðingsins um dauðann á milli laga. Tónlistin er blanda af þekktum og minna þekktum lögum við íslenska texta. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.
Laufey Böðvarsdóttir, 22/8 2019 kl. 8.58