Dómkirkjan

 

Hér eru myndir frá messunni á Grund sl. sunnudag, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir prédikaði, félagar úr Dómkórnum sungu listavel og Kári Þormar lék á orgelið. Við í Dómkirkjunni þökkum Guðrúnu Gísladóttur forstjóra Grundar fyrir gestrisnina í gegnum árin. Guðrún fagnaði 75 ára afmælinu í gær og lætur nú af störfum. Dómkirkjufólk hefur fengið góðar móttökur á Grund, Ási í Hveragerði og Mörkinni. Alltaf gaman að koma á þessa góðu staði og sjá það mikilvæga starf, sem þar er unnið.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/7 2019 kl. 9.49

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS