Dómkirkjan

 

Í dag 2. maí klukkan 13.00 byrjum við í Opna húsinu með kaffi og góðu meðlæti Ástu okkar. Tryggvi Agnarsson lögfræðingur er gestur okkar, hann segir nokkrar sögur af sér og sínum, frá því þegar hann var patti úti í Þýskalandi. Prestarnir gefa okkur góð orð og fara með ljóð dagsins. Tíðasöngur í Dómkirkirkjunni kl.16.45-17.00 sem séra Sveinn Valgeirsson leiðir. Fimmtudagsstarfinu lýkur svo með vorferð 9. maí. Þá ætlum við að fara austur fyrir fjall og heimsækja þau Ástu Kristrúnu og Valgeir Guðjónsson í Bakkastofu á Eyrarbakka. Góð byrjun á helginni er að mæta á yndislega tónleika á föstudögum í Dómkirkjunni kl.17.00-17.30 Söngkonan Guðbjörg Hilmarsdóttir og organistinn Kári Þormar flytja sálma í Dómkirkjunni. Aðgangur ókeypis Á sunnudaginn er messa kl. 11.00 prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 2/5 2019 kl. 9.04

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS