Dómkirkjan

 

Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vísiterar Dómkirkjusöfnuðinn og prédikar í sunnudagsmessunnni 24. mars kl. 11.00. Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í kirkjunni, þar sem gott að njóta kyrrðar, bæna og íhugunar í hádeginu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.20-20.50 öll þriðjudagskvöld. Á miðvikudaginn mun biskupinn hitta fermingarbörnin og kl. 18.00 er örpílagrímaganga með sr. Elínborgu Sturludóttur. Á fimmtudaginn er biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir gestur okkar í Opna húsinu, veislukaffi hjá Ástu. Tíðasöngursem sr. Svein Valgeirsson leiðir, kl. 16.45-17.00.Samtal um trú Ísak Harðarson skáld mun eiga samtal við okkur um trú. Á föstudaginn kl. 17.00 -17.30 eru yndislegir tónleikar, þá syngur Guðbjörg Hilmarsdóttir og Kári Þormar spilar á orgelið. Hlökkum til að sjá ykkur í vikunni!

Laufey Böðvarsdóttir, 18/3 2019 kl. 8.32

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS