Þrjá fimmtudaga á föstunni, 14. 21. og 28. mars munum við hittast í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar til að eiga Samtal um trú. Þann 14. mars mun sr. Elínborg Sturludóttir fjalla um pílagrímaguðfræði og pilagrímagöngur. 21. mars mun Ísak Harðarson skáld eiga samtal við okkur um trú. 28. mars kemur dr. Sverrir Jakobsson og fjallar um bók sína „Kristur. Saga hugmyndar.” Samtalið hefst með erindi kl. 17:00; kvöldverður seldur vægu verði þar á eftir og umræður um efni fyrirlestranna í kjölfarið. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Laufey Böðvarsdóttir, 9/3 2019 kl. 22.43