Aðfangadagur jóla, 24. desember Dönsk messa kl. 15.00. Séra Ragnheiður Jónsdóttir, Bergþór Pálsson syngur og Kári Þormar,dómorganisti. Aftansöngur kl. 18.00 séra Elínborg Sturludóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar. Miðnæturguðþjónusta kl. 23.30. Þá verða lesnir og sungnir níu lestrar og sálmar í Dómkirkjunni. Guðsþjónustan á sér fyrirmynd í guðsþjónustu sem fram hefur farið í Kings College í Cambridge á Bretlandi óslitið frá 1918 og hefur þessari guðsþjónustu verið útvarpað á BBC frá 1928. Á milli lestra syngur söfnuðurinn jólasálma.
Laufey Böðvarsdóttir, 23/12 2018 kl. 23.54