Stöndum saman gegn sjálfsvígum, stund í Dómkirkjunni í kvöld, 10. september. Efnt verður til kyrrðarstundar í Dómkirkjunni og nokkrum öðrum kirkjum á landsbyggðinni í tilefni forvarnardagsins. Í Dómkirkjunni mun sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytja hugvekju, Heiðrún Jensdóttir, aðstandandi, segja frá reynslu sinni af því að missa nákominn ættingja í sjálfsvígi og Eyþór Ingi Gunnlaugsson flytja tónlistaratriði. Jónas Þórir mun leika á orgel kirkjunnar. Í lok kyrrðarstundarinnar verður kveikt á kertum til minningar um látna ástvini. Frekar upplýsingar um viðburðina er að finna á www.sorg.is
Laufey Böðvarsdóttir, 10/9 2018 kl. 14.06