Kvöldtónleikar gítarleikarans Ögmundar Þórs Jóhannessonar verða í Dómkirkjunni þriðjudaginn 22. maí kl. 21:15 – 22:00
Íslendingar kærir!
Ögmundur Þór Jóhannesson heldur kvöldtónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 22. maí, klukkan 21:15 til 22:00. Á tónleikunum mun Ögmundur Þór leika verk fyrir klassískan gítar frá ýmsum tímabilum, íslensk og erlend. Ögmundur Þór hefur hlotið margvíslega viðurkenningu á ferli sínum og hefur á undanförnum árum haldið tónleika víða um heim, á síðustu árum mest í Kína og Suð-austur Asíu. Til Íslands kemur Ögmundur eftir tónleikahald í New York. Ögmundur Þór Jóhannesson hefur verið búsettur erlendis um nokkurt skeið en reglulega komið til Íslands, meðal annars til tónleikahalds. Ögmundur Þór er nú búsettur í Guangzhou í Kína.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir boðnir velkomnir.
Laufey Böðvarsdóttir, 20/5 2018 kl. 17.43