Dómkirkjan

 

Sunnudagur 28.október

Á sunnudaginn höldum við hátíðlegan kirkjudag Dómkirkjunnar með hátíðarmessu kl. 11. Biskup Íslands sr. Agnes Sigurðardóttir prédikar en, sr. Hjálmar Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. í messunni verður frumflutt verk eftir Pál Ragnar Pálsson. Tónlistardagar Dómkirkjunnar standa nú yfir og er verkið samið af því tilefni en nú eru 30 ár síðan Marteinn Friðriksson hleypti af stokkunum þessari tónlistarhátíð. Í messunni verða skírð tvö börn. Að messu lokinni býður sóknarnefnd kirkjugestum í kaffi í safnaðarheimilinu.

Ástbjörn Egilsson, 26/10 2012 kl. 8.44

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS