Fermingarmessa og sunnudagaskóli í dag kl. 11. Fermd verða: Ásta Matthea Sigurðardóttir, Ragnheiður Ugla Ocares Gautsdóttir, Steinþór Snær Hálfdánarson og Valur Guðmundssson. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar, Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Prestsvígsla í Dómkirkjunni kl. 14. Sunnudaginn 25. mars nk. mun biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, vígja guðfræðing til þjónustu. Mag. theol. Díana Ósk Óskarsdóttir, verður vígð til prestsþjónustu á Landspítalanum. Vígsluvottar verða séra Sveinn Valgeirsson, séra Sigrún Óskarsdóttir, séra Fritz Már Berndsen Jörgensson, séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og séra Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur sérþjónustunnar sem jafnframt lýsir vígslu.
Laufey Böðvarsdóttir, 25/3 2018 kl. 10.10