Samtal um trú miðvikudaginn 7. mars kl. 18
Efnt verður til samtals um trú, kirkju og samfélag í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a nú á föstunni.
7. mars mun dr. Magnús Þorkell Bernharðsson fjalla um islam í samtímanum og tengdist það bók hans sem mun koma út um það leyti.
14. mars fjallar dr. Skúli Sigurður Ólafsson um altarissakramentið og ber fyrirlesturinn yfirskriftina: „Að sættast við Guð, náungann og valdið. Altarisganga á Íslandi á lærdómsöld.”
21. mars fjallar sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup emeritus um samband ríkis og kirkju í sögu og samtíð.
Dagskrá hefst alla dagana kl. 18:00 með fyrirlestri frummælenda, þá verður gert hlé og veitingar seldar við vægu verði og að því loknu verða umræður. Stefnt er að því að dagskránni verði lokið 20:30.
Allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Laufey Böðvarsdóttir, 6/3 2018 kl. 9.45