Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar sunnudaginn 3. desember sem er fyrsti sunnudagur í aðventu. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Dómkórinn og Kári Þormar er organisti. Eftir messu er boðið uppá kaffi og heimabakaðar smákökur í safnaðarheimilinu. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.
Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2017 kl. 20.43