Karl Sigurbjörnsson biskup leiðir bæna-og kyrrðarstundina í hádeginu á morgun, þriðjudag. Nú lýkur afleysingatímabili Karls og þökkum við honum heilshugar fyrir ómetanlegt starf. Velkomin að njóta kyrrðar, bæna og tónlistar hjá Kára í fagra helgidómnum. Það er ljúft að eiga þar góða stund í amstri dagsins. Kjúklingasalat og kaffi í safnaðarheimilinu. Minnum líka á Bach tónleika Ólafs Elíassonar kl. 20.30-21.00 annað kvöld.
Laufey Böðvarsdóttir, 30/10 2017 kl. 18.48