Hátíðarmessa 29. október kl. 11 á kirkjudegi Dómkirkjunnar og í tilefni af 5 alda afmæli siðbótarinnar. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor og forseti guðfræði og trúarbragðafræðideildar predikar. Dr. Gunnar Jóhannes Gunnarsson formaður nefndar um 5 alda minningu siðbótar og Marinó Þorsteinsson formaður sóknarnefndar lesa ritningarlestra. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, Sr. Sveinn Valgeirsson og frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands þjóna. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þormar. Á trompeta leika Baldvin Oddsson og Guðmundur Hafsteinsson á básúnur Sigurður Þorbergsson og Oddur Björnsson. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Kaffi og kleinur. Verið hjartanlega velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 28/10 2017 kl. 14.52