Mag. theol. Karen Lind Ólafsdóttir vígð til prestsþjónustu Sunnudaginn 26. febrúar nk. kl. 11 mun Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígja mag. theol. Karen Lind Ólafsdóttur til þjónustu prests í Hjallaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík. Vígsluvottar verða sr. Gísli Jónasson, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sr. Páll Ágúst Ólafsson. Sr. Sigfús Kristjánsson lýsir vígslu og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Verið velkomin
Laufey Böðvarsdóttir, 26/2 2017 kl. 1.16