Pétur Gunnarsson, rithöfundur verður gestur okkar á morgun, fimmtudag. Pétur mun segja okkur sögur úr vesturbænum. Veisluföng að hætti Ástu okkar og Karl biskup byrjar stundina með að flytja fallegt ljóð. Í liðinni viku voru gestir okkar systkinin Ásgeir og Sigrún Sigurgestsdóttir en þau gáfu út bók um Hólmfríði sjókonu. Mögnuð kona hún Hólmfríður, en hún var formóðir þeirra systkina. Sjáumst á morgun kl. 13.30 í safnaðarheimilinu og takið með ykkur gesti.
Laufey Böðvarsdóttir, 1/2 2017 kl. 17.14