Dómkirkjan

 

Gleðidagur í Dómkirkjunni á sunnudaginn. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígði tvo kandídata til prestsþjónustu: Erlu Björk Jónsdóttur til þjónustu héraðsprests Austurlandsprófastsdæmis. · Mag.theol. Maríu Rut Baldursdóttur til þjónustu prests við Bjarnanesprestakall Suðurprófastsdæmi. Vígsluvottar voru séra Anna Sigríður Pálsdóttir, séra Baldur Rafn Sigurðsson, séra Davíð Baldursson, séra Gunnar Stígur Reynisson og séra Hjálmar Jónsson, sem þjónaði fyrir altari. Við óskum séra Erlu Björk og séra Maríu Rut hjartanlega til hamingju og óskum þeim Guðs blessunar í starf og leik.

_GV_0103+ net

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2017 kl. 15.50

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS