Dómkirkjan

 

„Mozart við kertaljós“ sem Camerarctica heldur 22. desember kl. 21:00. Það er ljúft að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu og njóta ljúfrar tónlistar Mozarts. Á Þorláksmessu, 23. desember kl 20:30 verða tónleikar þar sem fram koma: Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sópran, Guja Sandholt, mezzo-sópran og Matthildur Anna Gísladóttir, píanó. Hátíðleg sönglög og dúettar úr íslenskum þjóðlagaarfi, óperum og óratoríum í bland við sígild amerísk jólalög. Helgihald um jólin er með hefðbundnum hætti. Aftansöngurinn í Dómkirkjunni kl. 18 á aðfangadagskvöld lýkur upp hliðum hátíðarinnar fyir landsmönnum. Þá verður heilagt þegar klukknahljómurinn úr turni Dómkirkjunnar berst yfir landið á öldum ljósvakans. Að þessu sinni prédikar sr. Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Á jólanótt klukkan hálf tólf er miðnæturguðsþjónusta. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar. Á jóladag er hátíðarmessa kl. 11 þar sem biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og dómkirkjuprestar þjóna. Á annan jóladag eru messa kl. 11 þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar. Á Gamlárskvöld er aftansöngur kl. 18 og messa á nýjársdag kl. 11. Dómkirkjan óskar öllum blessaðrar aðventu og gleðilegrar jólahátíðar.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/12 2016 kl. 18.49

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS