Fyrsti sunnudagur í aðventu
Næst sunnudagur er fyrsti sunnudagur í aðventu og hefst þar með nýtt kirkjuár. Í dómkirkjunni verða tvær messur auk aðventukvölds. Kl. 11 messar sr. Hjálmar Jónsson. Dómkórinn syngur,organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskólinn er á sínum stað og munu börnin kveikja á fyrsta kertinu í aðventukransinum áður en þau fara upp á kirkjuloft með leiðtogunum. Kl. 14 er svo sænsk messa þar sem sr. Guðrún Karlsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Kl. 20 er aðventukvöld Dómkirkjunnar. Ræðumaður kvöldsins er Halldór Blöndal fyrrv. ráðherra. Dómkórinn syngur og Kári Þormar leikur á orgelið og stjórnar. Einsöng syngur Alexandra Chernyshova. Sr. Hjálmar Jónsson leiðir þessa stund og flytur lokabæn. Að lokinni stundinni í kirkjunni er messukaffi í boði kirkjunefndar kvennar.
Ástbjörn Egilsson, 24/11 2011 kl. 12.16