Dómkirkjan

 

Á fimmtudaginn ætlum við í Opna húsinu að fara í Mörkina, Suðurlandsbraut.

Næst komandi fimmtudag, þann 18. febrúar verður breyting á dagskrá í Opna
húsinu. Við ætlum að fjölmenna á sýningu á íslenskum þjóðlífsmyndum eftir Sigríði Kjaran í tengigangi Markarinnar, Suðurlandsbraut. Listaverkin sem eru sextán talsins endurspegla íslenskt þjóðlíf á árum áður. Brúðurnar eru í íslenskum búningum og sýna fólk við hversdagsleg störf í borg og sveit. Sigríður, sem nú er látin, sagði um brúður sínar: Tilgangur minn er sá að tryggja að vinnubrögð og andi hins liðna gleymist ekki yngri kynslóðum, heldur geti þær í gegnum brúðurnar séð hvernig lifnaðarhættir forfeðra þeirra voru.”
Við ætlum að sameinast í bíl frá Safnaðarheimilinu, sumir ætla að fara beint í Mörkina. Okkur er boðið í kaffi í Mörkinni, þetta verður skemmtilegur fimmtudagur.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/2 2016 kl. 17.24

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS