Næst komandi sunnudag, 31. janúar er messa kl. 11 þar sem sr. Sveinn Valgeirsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, organista. Fermingarstúlkur lesa ritningarlestrana. Að lokinni messu verður fundur í Safnaðarheimilinu með fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra. Verið velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 29/1 2016 kl. 9.51