Dómkirkjan

 

Við upphaf Alþjóðlegrar, samkirkjulegrar bænaviku fyrir einingu kristninnar verður útvarpað guðsþjónustu frá Dómkirkjunni sunnudaginn 17. janúar kl. 11 Guðsþjónustan, sem er á vegum Samstarfsnefndar kristinna trúfélag á Íslandi, leiða fulltrúar þjóðkirkjunnar í nefndinni, prestarnir Sveinn Valgeirsson og María Ágústsdóttir. Ræðumaður er Ólafur Knútsson, prestur Íslensku Kristskirkjunnar. Fulltrúar kristinna trúfélaga lesa lestra og bænir. Kári Þormar leikur á orgelið og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Skemmtilegt barnastarf á kirkjuloftinu í umsjón Óla og Sigga. Allir hjartanlega velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/1 2016 kl. 21.48

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS