Helgihald um jólin er með hefðbundnum hætti. Aftansöngurinn í Dómkirkjunni kl. 18 á aðfangadagskvöld lýkur upp hliðum hátíðarinnar fyir landsmönnum. Þá verður heilagt þegar klukknahljómurinn úr turni Dómkirkjunnar berst yfir landið á öldum ljósvakans. Að þessu sinni prédikar sr. Hjálmar Jonsson og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Á jólanótt klukkan hálf tólf er miðnæturguðsþjónusta. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar. Á jóladag er hátíðarmessa kl. 11. séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar. Á annan jóladag er messa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar Sunnudaginn 27. desember kl. 11 séra Hjálmar Jónsson prédikar.
Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2015 kl. 12.41