Dómkirkjan

 

Jólatónleikar í Dómkirkjunni sunnudaginn 13. desember kl.16.00

Jólatónleikar í Dómkirkjunni
Sunnudaginn 13. des kl 16.00
Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzósópran
Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópran og
Julian Michael Hewlet píanóleikari
Dagskrá verður fjölbreytt að þessu sinni þar sem Hólmfríður og Kristín munu syngja austurríska, íslenska og ameríska jóladúetta.
Íslensk einsöngslög munu einnig hljóma ásamt negrasálmum frá Vestur Indíum.
Kristín, Hólmfríður og Julian störfuðu saman undir nafninu Ópera Gala og héldu um 20 tónleika víðsvegar um landið árin 2010 og 2011.
Nú 4 árum síðar liggja leiðir þeirra saman á ný á þessum jólatónleikum í dómkrikjunni.
Miðaverð er 2000 kr og er miðasala við innganginn án posa. Frítt fyrir börn.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2015 kl. 23.27

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS