Dómkirkjan

 

Allra heilagra messa

Næsti sunnudagur, 5. nóvember er allra heilagra messa samkvæmt kirkjuárinu. Þá verða tvær messur í Dómkirkjunni. Kl. 11 prédikar sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson fyrrv. sóknarprestur Dómkirkjunnar en núverandi sóknarprestur sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Við fáum ánægjulega heimsókn frá Menntaskólanum Í Reykjavík en kór skólans syngur í messunni undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Organisti er Kári Þormar. Að venju er sunnudagskólinn á kirkjuloftinu. Kl. 20 er síðan minningarmessa þar sem við minnumst látinna.

Sr. Hjálmar Jónsson flytur hugleiðingu en sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar ásamt sr. Hjálmari. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur,organisti er Kári Þormar. Fólki gefst kostur á að kveikja á minningarkerti

Ástbjörn Egilsson, 2/11 2011 kl. 14.31

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS