Hrafnhildur Schram, listfræðingur er gestur okkar í Opna húsinu á morgun fimmtudag kl. 13.30.
Hrafnhildur Schram, listfræðingur er gestur okkar í Opna húsinu á morgun fimmtudag kl. 13.30
Hrafnhildur mun segja okkur frá stórmerkri ævi Nínu Sæmundsson.
Nína var fyrsti íslenski kvenmyndhöggvarinn og njótum við þess hér í safnaðarheimilinu að horfa á höggmyndina Móðurást sem er í Mæðragarðinum.
Um 1930 var Nína Sæmundsson þekktasti myndlistarmaður Íslendinga á alþjóðavettvangi. Hún hafði numið og starfað í Kaupmannahöfn, Róm, París og New York. Verk hennar höfðu verið sýnd og hlotið viðurkenningar í Danmörku, Frakklandi og Bandaríkjunum og heima á Íslandi var styttan Móðurást fyrsta höggmynd konu sem sett var upp á almannafæri.
Nína fæddist á bænum Nikulásarhúsum Fljótshlíð, næsta bæ við Hlíðarenda árið 1892 og ólst þar upp. Hún var barn fátækra foreldra og naut lítillar skólamenntunar en hafði fyrir augum öll sín bernskuár eina stórbrotnustu náttúrusýn Íslands. Lífsstefna hennar var óráðin fram undir tvítugt þegar hún fór til Kaupmannahafnar. Hún stundaði nám í höggmyndagerð við Listaakamíuna þar og var afburðanemandi.
Hún var hluti af einni merkustu kynslóð danskrar höggmyndasögu og verk hennar vöktu strax athygli. Líf hennar tók hins vegar nýja stefnu þegar hún veiktist af berklum og varð að draga sig í hlé á heilsuhæli í svissnesku Ölpunum.
Sjáumst á morgun, veislukaffi að hætti Ástu.
Laufey Böðvarsdóttir, 25/11 2015 kl. 9.48