Kæru foreldrar og forráðamenn,
Á morgun þriðjudag verður Ungdóm-samveran með öðru sniði en venjulega. Við munum fara í bíó á Hunger Games: Mockingjay Part 2 í Háskólabíó kl. 20:00. Við munum þó hittast aðeins fyrr eða kl. 19:45 í afgreiðslunni og fara saman í salinn og finna góð sæti. Ef þið viljið að við tökum frá miða fyrir unglingana þá getið þið sent Óla Jóni sms í síma 616 6152 fyrir kl. 15:00 á þriðjudaginn. Miðinn kostar 950 kr. og myndin klárast um 22:30
Kær kveðja,
Óli Jón og Siggi Jón
Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2015 kl. 20.15