Dómkirkjan

 

Fermingarbörn vorsins ætla að útbúa skókassa í dag, fulla af gjöfum til að gleðja börn sem lifa við fátækt.

„Jól í skókassa“ felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna
til þess að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og
erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum
er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar
í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða
jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum
kassa.

Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum
eftirtalinna flokka:
• Leikföng, t.d. litla bíla, bolta, dúkku, bangsa eða
jó-jó. Athugið að láta auka rafhlöður fylgja rafknúnum
leikföngum.
• Skóladót, t.d. penna, blýanta, yddara, strokleður,
skrifbækur, liti, litabækur eða vasareikni.
• Hreinlætisvörur. Óskað er eftir því að allir láti
sápustykki, tannbursta og tannkrem í kassann sinn.
Einnig má setja greiðu, þvottapoka eða hárskraut.
• Sælgæti, t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó eða
karamellur.
• Föt, t.d. húfu, vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/11 2015 kl. 12.15

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS