Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 11. október kl. 11.00.
Feðginin Una Margrét og Reynir Lyngdal lesa ritningarlestra, en Una Margrét fermist í Dómkirkjunni í vor. Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti. Minni á sunnudagaskólann á kirkjuloftinu, fræðandi og skemmtilegt barnastarf sem Ólafur Jón og Sigurður Jón sjá um. Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 8/10 2015 kl. 9.31