Kæru Dómkirkjuvinir, nú er Safnaðarblað Dómkirkjunnar að koma úr prentun, með upplýsingum um vetrarstarfið. Nú er mikilvægt að koma því út. Því vil ég biðja ykkur sem hafið tíma og getu að koma í Safnaðarheimilið á föstudaginn kl. 17 – 19 og hjálpa til við að bera út blaðið. Hugmyndin er að tveir og tveir fari saman og taki um klukkustundar blaðburð. Eins væri frábært ef einhverjir gætu komið með meðlæti og vildu hella uppá könnuna. Þetta gæti verið ljómandi skemmtilegt samfélag. Við sláum með þessu tvær flugur í einu höggi, spörum himinhá póstburðargjöld og aukum félagsauðinn umtalsvert. Vænt þætti mér að heyra í þeim sem komast, svo hægt sé að skipuleggja þetta aðeins og sjá til þess að nóg verði með kaffinu. Nánari upplýsingar hjá Laufeyju í síma 898-9703 laufey@domkirkjan.is
Laufey Böðvarsdóttir, 16/9 2015 kl. 21.14