Við messu í Dómkirkjunni nk. sunnudag verður, eins og í öðrum kirkjum landsins, tekið við fjárframlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar sem í samstarfi við alþjóðleg hjálparsamtök kirkna veitir neyðaraðstoð vegna stríðsátakanna á Sýrlandi. Áhersla er lögð á vernd og aðstoð til handa konum og börnum sem eru á vergangi í landinu og flóttafólki í nágrannalöndunum.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/9 2015 kl. 13.25