Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 13. september, sem er fimmtándi sunnudagur eftir Þrenningarhátíð. Messan byrjar að venju klukkan 11.00. Fræðandi og skemmtilegur sunnudagaskóli á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Snæfríður Kjartansdóttir og Magdalena Salvör Schram lesa ritningarlestrana. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 9/9 2015 kl. 15.46