Bæna- og kyrrðarstund er í Dómkirkjunni í hádeginu á morgun, þriðjudag. Kyrrð, bænir og falleg orð. Að lokinni bænastundinni er gestum boðið að eiga saman samfélag yfir léttum hádegisverði í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Á morgun er það Katrín sem er gestakokkur, hún verður með eitthvað gott handa mannskapnum. Minni á að Bach tónleikar Ólafs Elíassonar sem alla jafna eru á þriðjudagskvöldum, falla niður annað kvöld sem og í næstu viku.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/8 2015 kl. 14.00