Dómkirkjan

 

Hið íslenska Biblíufélags fagnaði 200 ára afmæli í gær, en það var stofnað í Reykjavík þann 10. júlí 1815 og er elsta starfandi félag landsins.
Hátíðarguðþjónusta var í Dómkirkjunni og messuformið var samkvæmt Handbók 1815.
Eftir guðþjónustuna var gengið út í Víkurkirkjugarð og lagður blómsveigur til minningar um Geir Vídalín, biskup en hann var fyrsti forseti félagsins
Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, guðfræðiprófessor, flutti þar ávarp og sagði frá Geir Vídalín.
Næst var gengið að Aðalstræti 10 en í því húsi var Biblíufélagið stofnað. Þröstur Ólafsson, formaður Minjaverndar, hélt tölu og afhjúpaði látúnsskjöld ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Að lokum var afmælishóf í Biskupsgarði.IMG_3002

IMG_3007

IMG_3013

IMG_3015

IMG_3016

IMG_3017

Laufey Böðvarsdóttir, 11/7 2015 kl. 12.53

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS