Dómkirkjan

 

Hið íslenska Biblíufélag verður 200 ára föstudaginn 10. júlí

Hið íslenska Biblíufélag verður 200 ára föstudaginn 10.júlí nk. Í tilefni dagsins verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 16. Þann 10. júlí fyrir 200 árum var félagið stofnað á biskupssetrinu að Aðalstræti 10 í Reykjavík að undangenginni guðsþjónustu í Dómkirkjunni.

Að lokinni guðsþjónustunni nú verður gengið að húsinu Aðalstræti 10 og skjöldur settur á húsið þar sem þess verður getið að félagið hafi verið stofnað þar.

Við guðsþjónustuna syngur Dómkórinn og organisti verður Kári Þormar. Ólafur Egilsson og Sigrún Ásgeirsdóttir lesa ritningarlestra, sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari og biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Að því loknu verður móttaka.

Þennan dag verður einnig settur blómakrans á leiði Geirs Vídalín, sem var biskup Íslands árið 1815.

Guðsþjónustan er öllum opin og er þess vænst að margir leggi leið sína í Dómkirkjuna í Reykjavík kl. 16 þennan dag og minnist stofnunar þessa merka félags, sem er elsta starfandi félag landsins.

Vertu velkomin/n!

Laufey Böðvarsdóttir, 5/7 2015 kl. 22.52

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS