Brass kvintettinn Ventus brass, fimmtudagskvöldið 2. júlí kl. 20-21.
Brass kvintettinn Ventus brass hefur unnið að því að dreifa málmbástursmenningu sem víðast um borgina í sumar á vegum Hins Hússins, meðal annars með því að spila á leikskólum, elliheimilum og í miðbænum. Nú er komið að því að sýna afrakstur taumlausra æfinga sveitarinnar á tónleikum í Dómkirkjunni. Fram munu koma verk af ólíkum toga, allt frá klassískum verkum yfir í léttari popplög ásamt frumsömdu efni.
Frítt er inn á tónleikana og eru allir hjartanlega velkomnir!
———
Ventus Brass hefur starfað í 2 ár en meðlimir sveitarinnar eru breytilegir. Í sumar samanstendur sveitin af:
Ásgrími Einarssyni á túbu
Birgittu Björgu Guðmarsdóttur á trompet,
Hönnuh Rós Sigurðardóttur Tobin á trompet
Jóni Arnari Einarssyni á básúnu
Þórunni Eir Pétursdóttur á horn
Laufey Böðvarsdóttir, 29/6 2015 kl. 13.22