Dómkirkjan

 

Séra Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur prédikar sunnudaginn 8. mars

Við messu á sunnudaginn, 8. mars, verður þess minnst að nú í ár eru 85 ár liðin frá stofnun Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar. Kirkjunefndarkonur lesa ritningarlestra. Eins og raunin er um kirknakvenfélög um land allt hefur Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar frá upphafi vega sinnt prýði helgidómsins, stutt safnaðarstarf og líknarstarf í söfnuðinum með margvíslegu móti. Séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, predikar, séra Sveinn Valgeirsson og Karl Sigurbjörnsson, biskup þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng. Messukaffi, verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/3 2015 kl. 15.39

     

    Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS