Samtal um trú í kvöld kl. 18 – verið velkomin.
Það var vel sótt s.l. miðvikudagskvöld í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Vonarstræti, þar sem boðið var til samtals um trú. Umræður líflegar og samfélagið notalegt. Rætt var um trúarreynsluna og Biblíuna. Miðvikudaginn 25. febrúar verður framhald samtalsins, þá mun Karl biskup leiða umræðu um sköpunarsögur og sköpunartrú. Allir hjartanlega velkomnir. Samveran hefst kl. 18 og lýkur um hálf níu. Boðið er upp á létta máltíð við vægu verði.
Laufey Böðvarsdóttir, 25/2 2015 kl. 13.44