Líflegur sunnudagur framundan í Dómkirkjunni
Messa kl. 11:00 sunnudaginn 21. desember, séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Barnastarfið á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Sunnudagaskólinn fer síðan í jólafrí og byrjar aftur 11. janúar. Klukkan 20 er æðruleysismessa, séra Sveinn Valgeirsson, séra Karl V. Matthíasson og Fritz Már Jörgensson. Eyþór Bjarni, Anna Sigríður Helgadóttir og Ástvaldur Traustason sjá um ljúfa tónlist.
Klukkan 22:00 er Dómkórinn með sína árlegu jólatónleika. Óhætt er að fullyrða að það verða dásamlegir tónleikar. Í huga margra eru jólatónleikar Dómkórsins í dimmasta skammdeginu ómissandi sem hluti aðventu og jólaundirbúningsins.
Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.
Laufey Böðvarsdóttir, 17/12 2014 kl. 15.34