Óskar í Sunnubúðinni gestur okkar á morgun.
Á morgun fáum við góðan gest í Opna húsið. Það er hann Óskar Jóhannsson fyrrverandi kaupmaður í Sunnubúðinni. Það kom út bók í fyrra með með æskuminningum hans. Í bókinni sagði hann frá bernsku sinni og uppvexti á Vestfjörðum á kreppuárunum og í Reykjavík á heimsstyrjaldarárunum síðari. Það verður gaman að heyra sögur frá þessum tíma. Verið velkomin, Opna húsið er á morgun, fimmtudag frá 13:30- 15:30.
Laufey Böðvarsdóttir, 22/10 2014 kl. 16.41